VALMYND ×

Gleði í desember

Fallegir jólasveinar eftir börnin á Laufási
Fallegir jólasveinar eftir börnin á Laufási

Desember 2020 verður aðeins öðruvísi eins og reyndar allt árið vegna aðstæðna í heiminum. Þrátt fyrir það er búið að baka piparkökur og skreyta þær og ef allt væri eðlilegt myndum við bjóða foreldrum í heitt súkkulaði og smákökur á morgun en börnin tóku kökur með sér heim fyrir helgi nokkrar kökur í poka til að bjóða upp á heima í staðinn.

Nýjar reglur taka gildi fimmtudaginn 10. desember sem okkur sýnist að verði áfram með svipuðu sniði og undanfarnar vikur. Meðal þess sem við gerum í desember er að gera jólföndur og skreyta leikskólann, kveikja á aðventukransinum okkar, syngja meira og lesa jólasögur. Umfram allt höfum við það huggulegt og reynum að skapa rólega stemmningu en pössum upp á að fá útrás fyrir hreyfingu í útinámi, íþróttahúsinu á miðvikudögum og í útiveru. Iwona byrjaði að vinna í leikskólanum í síðustu viku og bjóðum við hana velkomna til okkar.

Mottóið okkar í desember: Eitt er víst að alltaf verður ákaflega gaman þá 

« Október »
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31