VALMYND ×

Leikskólinn opnaði 3. janúar

Útikennsla elstu börnin á leiðinni upp í skóg með vasaljós
Útikennsla elstu börnin á leiðinni upp í skóg með vasaljós

Þann 15. desember sl. þurftu börn og starfsfólk Laufás að fara í sóttkví vegna Covid smits hjá starfsmanni leikskólans. Á fimmta degi sóttkvíar eða þann 19. desember bauðst fjölskyldum og starfsfólki að fara í sýnatöku sem var framkvæmd hér á leikskólanum. Við erum afar þakklát því fólki sem kom og var tilbúið til að koma yfir til okkar. Niðurstöðurnar eftir fyrstu sýnatöku voru að 1 starfsmaður í viðbót var sýktur og 9 börn af 20. Þar sem 9 börn voru komin í einangrun og 2 starfsmenn var ákveðið að loka leikskólanum til 3. janúar til að auka lýkurnar á því að við kæmumst sem fyrst út úr þessum aðstæðum og vernda börnin og fjölskyldur þeirra og starfsfólk. Á þessum tíma varð Þingeyri í fyrsta sæti yfir fjölda smitaðra á landsvísu miðað við íbúafjölda.

Núna eru flest börnin búin að ljúka einangrun og mikið mildi að þau urðu ekki mikið lasin og flest einkennalaus. Fjölskyldur eru misheppnar með þetta allt og eru nokkrir ennþá í einangrun vegna þess að fjölskyldumeðlimir sýkjast á misjöfnum tíma. Við sendum þeim hlýjar kveðjur og óskum þess að þetta sé að verða búið fyrir þau.

Í þessi 2 ár sem við höfum búið við veiruna höfum við lagt áherslu á að börnin þvoi vel hendur og noti handspritt þegar þau koma að morgni. Þeim er orðið það tamt eins og að þvo hendur eftir klósettferðir og fyrir mat og eftir mat. Við viljum biðja foreldra að nota grímur þegar þau koma inn á leikskólann og svo er handspritt á vegg þegar komið er inn. Nándin á leikskóla er mikil og starfsfólk gætir sín eins og hægt er-ekki er ætlast til að þeir séu með grímur. 

Vonandi þurfum við ekki að taka svona "dýfu" aftur en við erum því viðbúin og styðjum hvort annað ef að verður. 

Óskum öllum gleðilegs árs og þökkum fyrir árið sem var að líða.

« Nóvember »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30