VALMYND ×

Skipulag næstu daga

Laufás – næstu dagar

  • Foreldrar láti ávallt vita, í upphafi dags, ef barn mæti ekki. Annað hvort með því að hringja og/eða skrá í Karellen.
  • Foreldrar skila börnum af sér í forstofunni og sækja þangað. Þ.e.a.s. foreldrar fara aldrei alveg inn í leikskólann. Það skipti mjög miklu máli að upplýsa þann starfsmann sem tekur á móti barninu um það hvenær það verði sótt. Það er þá tilbúið á þeim tíma.
  • Það er ekki farið í íþróttahús næstu vikurnar.
  • Búið er að færa borð í matsal í sundur til að fækka nemendum á hverju borði.
  • Allir þvo sér vel um hendur með sápu, um leið og þeir mæta í leikskólann.
  • Ef barn er með kvef eða/og önnur flensueinkenni SKAL það vera heima og má ekki undir neinum kringumstæðum mæta í leikskólann.

 

Að öðru leyti reynum við að halda skipulagi eins og kostur er. 

 

Með von um að þið sýnið þessum ráðstöfunum skilning og farið eftir þeim. 

« Janúar »
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31