VALMYND ×

Sumarhátíð Laufás

Sumarhátíð Laufás verður föstudaginn 5. júlí kl. 11-13. Við ætlum að gera okkur glaða stund fyrir sumarfrí. Það verða grillaðar pylsur, andlitsmálun og óvæntir gestir kíkja í heimsókn. Börnunum gefst líka kostur á að fara á hestbak á skólalóðinni. Foreldrar, ömmur, afar og systkini eru hjartanlega velkomin.

Sumarleyfið hefst kl. 13 þannig að börnin og gestir þeirra verða búnir að hita upp fyrir Dýrafjarðardaga og hátíðarhöld um helgina. Leikskólinn opnar aftur eftir sumarleyfi 12. ágúst. kl. 13.

Starfsfólk Laufás þakkar fyrir skólaárið 2018-19 og óskar öllum gleðilegs sumars.

« Maí »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31