VALMYND ×

Vetrarstarfið hjá okkur á Laufási

Kæru foreldrar. Nú er allt að smella saman hjá okkur og starfið farið á fullt. Það eru ýmsar mannabreytingar hjá okkur í ár. Erna okkar er farin í fæðingarorlof og Sonja Dröfn mun sinna hennar starfi í vetur. Sonja verður við á leikskólanum alla þriðjudaga frá 8- 12 og svo á miðvikudögum frá 13- 16. Einnig er hægt að ná sambandi við hana í grunnskólanum.

Við kveðjum einnig hana Möggu okkar en hennar verður sárt saknað af starfsfólki og börnum leik- og grunnskóla. Magdalena tók við starfi Möggu núna á haustmánuðum og hefur staðið sig með prýði. Henni til aðstoðar verður Heiður Embla, en hún mun einnig sjá um þrifin.

Við höfum einnig  fengið nýja manneskju  inn á deild, hana Ingu Jónu og við vorum svo heppin að með henni fylgdu tvær litlar skottur. 

í Vetur ætlum við að vinna með þemað Sveitin mín. Í því þema munum við kynnast bæði sveitarbæjum og húsdýrum fjarðarins betur og nærumhverfi okkar.  Við munum fara ýmsar leiðir til að auka þekkingu okkar en þar má nefna: sveitaferðir, smakka afurðir, listsköpun, vinna með endurvinnanlegt efni, fylgjast með útungun hænuunga og margt fleira skemmtilegt. 

Fyrsta dýrið sem börnin völdu að læra um er hesturinn. Við munum því fara í markvissa vinnu með hann næsta mánuðinn. Þar sem þemað okkar er sveitin völdu börnin dýranöfn á hópana sína. 

Inga Jóna verður með Folaldahóp (2014-2015), Kristín Harpa með Lambahóp (2016-2017) og Hulda Hrönn með ungana sína 3 (2018) 

Heilsubókin verður rafræn í fyrsta sinn í ár og munum við kynna hana betur þegar nær dregur. 

Íþróttahúsið verður á sínum stað á miðvikudögum kl. 09:00. Fyrst um sinn munu yngstu stelpurnar kynnast leikskólanum betur en fara svo tvisvar í mánuði þegar þær eru orðnar vanar. 

Hlökkum til að eyða vetrinum með börnunum ykkar og deila með þeim frábærum stundum :) 

 

« Nóvember »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30