VALMYND ×

Fréttir

Sönglög

Það er leikur að læra

Það er leikur að læra   

leikur sá er mér kær,

að vita meira og meira,

meira í dag en í gær.

Bjallan hringir, við höldum

heim úr skólanum glöð,

prúð og frjálsleg í fasi.

Fram nú allir í röð

 

Bangsi lúrir 

Bangsi lúrir, bangsi lúrir

bæli sínu í.

Hann er stundum stúrinn,

Stirður eftir lúrinn.

Að hann sofi, að hann sofi

enginn treystir því.

 

Hér búálfur á bænum er

Hér búálfur á bænum er,

á bjálkalofti dimmunni í.

Hér búálfur á bænum er á bjálkaloftinu.

Hann stappar fótum, hoppar hátt

og haframjölið étur hrátt.

Hér búálfur á bænum er á bjálkaloftinu.

 

Gráðug kerling

Gráðug kerling

hitaði sér velling

og borðaði, namm namm namm,

síðan sjálf, jamm jamm jamm,

af honum heilan helling.

 

Svangur karlinn

varð alveg dolfallinn

og starði svo, sko sko sko,

heilan dag, o ho ho,

ofan í tóman dallinn.

 

Á sandi byggði

Á sandi byggði heimskur maður hús, (x3)
og þá kom steypiregn.
Og þá kom steypiregn og vatnið óx og óx, (x3)
og húsið á sandi, það féll.

Á bjargi byggði hygginn maður hús, (x3)
og þá kom steypiregn.
Og þá kom steypiregn og vatnið óx og óx, (x3)
og húsið á bjargi stóð fast.

 

Litlir kassar

litlir kassar á lækjarbakka,

litlir kassar úr dinga-dinga-ling.

Litlir kassar, litlir kassar,

litlir kassar, allir eins.

Einn er rauður, annar gulur,

þriðji fjólublár og fjórði röndóttur

allir búnir til úr dingalinga,

enda eru þeir allir eins.   

Sönglög vikunnar 3-7 okt.

MEÐ VINDINUM ÞJÓTA SKÚRASKÝ

Með vindinum þjóta skúraský,

drýpur dropp, dropp, dropp,

drýpur dropp, dropp, dropp,

og droparnir hníga og detta' á ný,

drýpur dropp, dropp, dropp,

drýpur dropp, dropp, dropp.

Nú smáblómin vakna' eftir vetrarblund,

drýpur dropp, dropp, dropp,

drýpur dropp, dropp, dropp,

þau augun sín opna er grænkar grund,

drýpur dropp, dropp, dropp,

drýpur dropp, dropp, dropp.

 

 

Kalli litli könguló

Kalli litli könguló klifraði’ upp á vegg

svo kom rigning og Kalli litli féll.

Upp kom sólin og þerraði hans kropp,

þá gat Kalli könguló klifrað upp á topp.

 

Frost er úti

Frost er úti fuglinn minn,

ég finn hvað þér er kalt.

Nærðu engu í nefið þitt.

Því nú er frosið allt?

En ef þú bíður augnablik ég ætla að flýta mér,

að biðja hana mömmu mína um mylsnu handa þér.

 

Í leikskóla er gaman

Í leikskóla er gaman,

þar leika allir saman.

Leika úti og inni og allir eru með.

Hnoða leir og lita,

þið ættuð bara að vita

hvað allir eru duglegir í leikskólanum hér.

Tralallalalalalalalala

LAUFÁS !

 

Fatavísur (lag: Gamli Nói)

Sumarfötin, sumarfötin setjum inn í skáp

Geymum þau í vetur og klæðum okkur betur.

Sumarfötin, sumarfötin setjum inn í skáp.

Þykku fötin, þykku fötin þykja best í snjó.

Þegar út við þjótum og karl úr snjó við mótum.

Þykku fötin, þykku fötin þykja best í snjó.

Pollafötin, pollafötin puðumst við nú í.

Úti regnið bylur, stétt og steina hylur.

Pollafötin, pollafötin puðumst við nú í.

« Október »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31