VALMYND ×

Saga skólans

Arkitektar hússins eru Guðmundur Kr. Guðmundsson og Ólafur Sigurðsson. Húsið er byggt árið 1986 og er 282,3 m2 að flatarmáli. Yfirumsjón með verkinu voru smíðameistarinn Sigmundur Þórðarson og rafvirkjameistarinn Þórir Örn Guðmundsson. Hönnun á leikskólalóðinni var gerð af áhugamannahópi leikskólans og gáfu þær hönnunina á lóðinni.

Leikskólinn Laufás var formlega opnaður 19. nóvember 1988. Hann er byggður sem tveggja deilda leikskóli.

Leikskólinn fékk mötuneytiseldhús 2006 og sér um mötuneytisþjónustu við Grunnskólann á Þingeyri síðan.

Leikskólalóðin var algerlega endurnýjuð á 20 ára afmælisárinu og var það Teiknistofan Eik ehf., Ísafirði sem sá um hönnunina. Það var smíðameistarinn Sigmundur Þórðarson og hans fólk sem sá um framkvæmdina á verkinu. Skipt var um jarðveg og öll leiktæki á lóðinni endurnýjuð.

Nýja leikskólalóðin var formlega vígð og tekin í notkun þann 10. október 2007.

Tekin var upp Heilsustefna í leikskólanum 2007 og fékk Laufás formlega viðurkenningu sem Heilsuleikskóli þann 29 sept. 2008.