VALMYND ×

Leikskólastarfið hafið aftur eftir sumarfrí

Dagatal fyrir ágúst 2018
Dagatal fyrir ágúst 2018

Búið er að bóna gólf og mála eldhús og verið er að mála þakið. Í september lítur út fyrir að það verði 15 börn í leikskólanum sem er afar ánægjulegt. Erna verður áfram leikskólastjóri, Lára verður deildarstjóri, Kristín og Hulda kennarar inn á deild og Magga verður áfram í eldhúsinu ásamt Janne sem kemur einnig til með að hlaupa í afleysingar. 

Það er nóg framundan og ekkert nema skemmtilegheit í verkefnum vetrarins. Við ætlum m.a. að halda áfram að efla læsi og málörvun í "Stillum saman strengi" ásamt því að taka inn nýtt efni í stærðfræði. Heilsudagbókin verður rafræn í vetur og við ætlum að leggja inn nýtt vinaverkefni og margt margt fleira.

Dagatalið fyrir ágúst er klárt og það má finna framvegis undir "Daglegt starf" hér á heimasíðunni.

Vegna sumarleyfis koma innheimtuseðlarnir aðeins seinna inn en vanalega og afsökum við það hér með.

 

« September »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30