(Lag: Grænt, grænt, grænt er..)
Við erum góð, góð hvort við annað.
stríðum ekki eða meiðum neinn.
Þegar við grátum huggar okkur einhver,
Þerrar tár og klappar okkar kinn. (2x)
LAUSAVÍSUR - lag
Hani, krummi, hundur, svín
hestur, mús, titlingur.
Galar, krunkar, geltir, hrín
gneggjar, tístir, singur.
Verður ertu víst að fá
vísu gamli jarpur.
Aldrei hefur fallið frá
frækilegri garpur.
Þá var taða, þá var skjól
þá var fjör og yndi.
Þá var æska, þá var sól
Þá var glatt í lyndi.
Gefðu ungum gæðingum
gamla tuggu á morgnunum.
Launa þeir með léttfærum
lipru sterku fótunum
Verður ertu víst að fá
vísu gamli jarpur.
Aldrei hefur fallið frá
frækilegri garpur.
Hani, krummi, hundur, svín
hestur, mús, titlingur.
Galar, krunkar, geltir, hrín
gneggjar, tístir, syngur.
Vinur minn - lag
Það er skemmtilegast að leika sér
þegar allir eru með.
Í stórum hóp, inn um hlátrasköll,
geta ævintýrin skeð.
Svo vertu velkominn,
nýi vinur minn.
Það er skemmtilegast að leika sér
þegar allir eru með.
Það er ótrúlegt hverju lítið bros
fengið getur breytt
Getur glatt og huggað jafnvel þá
sem við þekkjum ekki neitt.
Svo vertu velkominn,
nýi vinur minn.
Það er ótrúlegt hverju lítið bros
fengið getur breytt.
Texti og lag: Hafdís Huld Þrastardóttir og Alisdair Wright
Meistari Jakob,
sefur þú?
Hvað slær klukkan?
Hún slær þrjú.
Enska
Are you sleeping
Brother John?
Morning bells are ringing,
ding, dang, dong!
Finnska
Jaakko kulta,
herää jo!
Kellojasi soita,
pim, pam, pom!
Indíánamál
Fosin Jako,
nisbetja!
Timbatire linso
Tom, peng, pung!
Þýska
Meister Jakob,
schläfst du noch?
Hörst du nicht die Glocken?
Ding, ding, dong!
Franska
Frère Jacques,
dormez-vous?
Sonnez les matines,
din, din, don!
Sænska
Broder Jakob
sover du?
Ring till ottesången,
bing, bang, bång!
Danska
Mester Jakob,
sover du?
Hører du ej klokken?
Bim, bam, bum!
Færeyska
Sov ei longur!
Bróðir Jón!
Morgunklokkur ringja.
Ding, ding, dong!
Spænska
Martinillo, martinillo
Donde esta, donde esta
Toca la campana,
Din, don , dan, din, don, dan.
Pólska
Panie Janie! Panie Janie!
Rano wstań! Rano wstań!
Wszystkie dzwony biją,
Bim, bam, bom, bim, bam, bom.
Við erum góð
(Lag: Grænt, grænt, grænt er..)
Við erum góð, góð hvort við annað.
stríðum ekki eða meiðum neinn.
Þegar við grátum huggar okkur einhver,
Þerrar tár og klappar okkar kinn. (2x)