VALMYND ×

Verkföll

 

Aðildarfélagar í stéttarfélaginu Kili sem starfa í leikskólum í Ísafjarðarbæ hafa boðað til verkfalls frá og með 5. júní 2023 en Kjölur er aðildarfélag innan BSRB. Viðbúið er að starfsemi leikskólana skerðist töluvert fyrir vikið.

 

Þar sem að starfsmenn hérna við Laufás eru í Kili mun verða skerðing á opnunartímanum hjá okkur ef til verkfalls kemur en samt ekkert ofboðslega mikil við munum ná að hafa leikskólann opinn frá 8:00 til 15:00 og matartímar haldast óskertir. En það er en tími til að samningar náist og vonandi kemur ekki til verkfalls en við hvetjum foreldra til að fylgjast með fréttum svo að þið séuð upplýst um það hver staðan er. 

 

Ísafjarðarbær vekur athygli á því að leikskóla- og fæðisgjöld barna falla niður þann tíma sem börnin geta ekki mætt í skólann vegna verkfallsins. Þetta á við þegar vistunartími barna er skertur og/eða þegar ekki er hægt að bjóða upp á hádegismat. Afsláttur mun verða veittur af næstu leikskólagjöldum sem nemur skerðingunni.