VALMYND ×

Fréttir

35 ára afmæli Laufás

 

Af því tilefni að Laufás verður 35 ára 19 nóvember næstkomandi héldum við upp á afmælið með súpu sem við borðuðum úti í blíðunni. Við buðum 1-4 bekk grunnskólans og foreldrum leikskólabarnanna í heimsókn til okkar í súpu og köku í eftir rétt. Marcin eldaði fyrir okkur gómsæta kjúklingasúpu og bakaði köku og allir voru ánægðir með daginn. Það er gaman að koma svona sama og borða og leika í svona fallegu vetrarveðri. 

Takk kærlega fyrir komuna og tilhamingju með daginn Laufás! 

Verkföll

 

Aðildarfélagar í stéttarfélaginu Kili sem starfa í leikskólum í Ísafjarðarbæ hafa boðað til verkfalls frá og með 5. júní 2023 en Kjölur er aðildarfélag innan BSRB. Viðbúið er að starfsemi leikskólana skerðist töluvert fyrir vikið.

 

Þar sem að starfsmenn hérna við Laufás eru í Kili mun verða skerðing á opnunartímanum hjá okkur ef til verkfalls kemur en samt ekkert ofboðslega mikil við munum ná að hafa leikskólann opinn frá 8:00 til 15:00 og matartímar haldast óskertir. En það er en tími til að samningar náist og vonandi kemur ekki til verkfalls en við hvetjum foreldra til að fylgjast með fréttum svo að þið séuð upplýst um það hver staðan er. 

 

Ísafjarðarbær vekur athygli á því að leikskóla- og fæðisgjöld barna falla niður þann tíma sem börnin geta ekki mætt í skólann vegna verkfallsins. Þetta á við þegar vistunartími barna er skertur og/eða þegar ekki er hægt að bjóða upp á hádegismat. Afsláttur mun verða veittur af næstu leikskólagjöldum sem nemur skerðingunni. 

112 dagur á Laufási

1 af 2

 

Þetta er aldeilis búinn að vera viðburða ríkur föstudagur hjá okkur í leikskólanum. 

Þann 11. febrúar ár hvert heldur Neyðarlínan upp á 112 daginn, til að minna á neyðarnúmer allra landsmanna. Vegna þess að þann dag ber upp á laugardegi að þessu sinni, tókum við okkur til og fórum í vinnu hans vegna í þessari viku. Með endapunkti í dag þegar við fengum sjúkrabíllinn í heimsókn til okkar og krakkarnir fengu að skoða hann. Eldri krakkarnir bjuggu meðal annars til síma og lærðu hvernig maður hringir í einn einn tvo. Við horfðum einnig á myndband um þau Loga og Glóð sem fræða börn á barnvænan hátt um eldvarnir.

Annað skemmtilegt sem bar upp á daginn í dag var það að íþróttafélag Þingeyrar Höfrungur gaf grunnskólanum og leikskólanum 18 pör af gönguskíðum og skó. Þetta er vegleg og frábær gjöf sem að börn og kennarar munu njóta góðs af. Gjöfin var m.a. styrkt af Byggðarþróunarverkefninu Öll vötn til Dýrafjarðar. Þessi frábæra gjöf gefur okkur möguleika á enþá fjölbreyttari hreyfingu og heilsueflingu fyrir skólanna. Við sjáum fyrir okkur að nýta skíðin m.a. í útináminu okkar. 

 

Góða helgi!

Dagur leikskólans

Vasaljós í skóginum
Vasaljós í skóginum
1 af 4

Sjötti febrúar er merkilegur dagur í sögu leikskólans því það var á þessum degi árið 1950 sem frumkvöðlar leikskólakennara stofnuðu fyrstu samtök sín, eða fyrir sléttum 70 árum. 

Leikskólakennarar, stjórnendur leikskólanna og starfsfólk er hvatt til að vekja athygli á fagmennsku og því frábæra starfi sem unnið er í leikskólum landsins á degi hverjum. 

Upplagt er að deila myndum og frásögnum á samfélagsmiðlum undir myllumerkinu #dagurleikskolans2020. 

Gjaldskrár 2023 – helstu breytingar milli ára fyrir leikskóla

Nýtt í gjaldskrá er afsláttur fyrir tekjulægri foreldra. Einstæðir foreldrar með árstekjur 0 kr. til 4.823.000.kr. og foreldrar í sambúð með árstekjur 0 kr. til 7.717.000 kr. fá 40% afslátt af leikskólagjöldum. Horft er til viðmiða varðandi tekjutengingu annarra gjaldskráa hjá Ísafjarðarbæ, og lágmarkslaun í landinu. Þessi afsláttur kemur í stað forgangsgjaldskrár sem fellur niður, en hún veitti 35% afslátt til einstæðra foreldra eða ef foreldrar voru bæði í námi.

Þá hefur orðið breyting varðandi s.k. 9. klukkutíma. Í dag eru leikskólar Ísafjarðarbæjar með vistunartíma í 8,5 klst. að hámarki og er gjaldskrá breytt til samræmis við það þannig að hálftíminn lengur en 8 klst. kosti meira en aðrir klukkutímar. Áður var vistunartíminn að hámarki 9 klst. og viðmið gjaldskrár út frá því. Þetta á ekki við Laufás þar sem við bjóðum ekki upp á lengri vistun en 8 klst.

Helstu upplýsingar um breytingar á gjaldskrá má finna hér

Haustverkefnin

1 af 2

Það er búið að vera líf og fjör hér á Laufási þetta haustið. Eitt verkefna haustins er að athuga hvernig kartöfluuppskeran tókst. Að taka upp kartöflur gefur börnunum tækifæri til að efla sambandið við náttúrna, leikum okkur í moldinni og leitum og finnum kartöflur sem börnin færa svo Iwonu í eldhúsið. Börnin smakka svo og njóta þess að borða uppskeruna. Kartöfluræktunin gefur líka tækifæri til að nota ýmiss hugtök sem nýtist kennurum til að efla málþroska allra barna.

Útskrift 5 ára barna

Útskrift elstu barna á Laufási verður föstudaginn 3. júní klukkan 11:30.

Foreldrum er boðið að koma og gleðjast með okkur á þessum tímamótum.

Að lokinni athöfn verður boðið verður upp á hádegismat.

Hlökkum til að sjá ykkur

Starfsfólk Laufás

Leikskólinn lokaður miðvikudaginn 23. febrúar vegna veður

Spáin á hádegi 23. febrúar
Spáin á hádegi 23. febrúar

Það er mjög slæm veðurspá fyrir morgundaginn, miðvikudaginn 23.febrúar og komin appelsínugul viðvörun frá morgni til miðnættis. Því hefur verið ákveðið í samráði við sviðstjóra að leikskólinn verði lokaður á morgun. Leikskólinn verður þó opnaður fyrir börn neyðaraðila beri nauðsyn til. Þeir sem í hlut eiga eru vinsamlega beðnir um að hringja í undirritaða í síma 8490994 sem fyrst eða senda tölupóst á ingasi@isafjordur.is, svo hægt er að gera ráðstafanir til að opna leikskólann. Nýjar verklagsreglur um skólahald þegar óveður geysir voru samþykktar í bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar þann 16.febrúar sl. Þessar reglur verða settar hér á heimasíðu leikskólans og sendar foreldrum í tölvupósti. Vinsamlega fylgist vel með fréttum á heimasíðunni, á fésbókarsíðunni, Karellen og tölvupósti ef veðurspá breytist til hins betra og við getum opnað. Það skýrist betur þegar líður á morgunin. Með bestu kveðju, Inga Jóna leikskólastjóri.

Tannverndarvika 31. janúar-4. febrúar

Tannumhirða er mjög mikilvæg
Tannumhirða er mjög mikilvæg
1 af 2

Í tilefni tannverndarviku eigum við pottþétt eftir að ræða um bræðurna Karíus og Baktus í vikunni. Eftirfarandi upplýsingar um mikilvægi tannheilsu er að finna á heilsuveru.is

Barnatennur er nauðsynlegt að bursta að lágmarki tvisvar á dag, eftir morgunverð og fyrir svefn hvort sem um er að ræða daglúrinn eða nætursvefninn. 

Börn á leikskólaaldri þurfa aðstoð fullorðinna við tannburstun. Börn yngri en sex ára eiga ekki að skammta tannkrem á burstann.

Hæfilegt magn tannkrems á burstann er sem samsvarar nöglinni á litla fingri barnsins. 

Flúorinnihald tannkremsins er hæfilegt 1000-1350 ppm F.

Tannþráður

Tannburstinn nær ekki að hreinsa flötinn á milli tannanna. Þann flöt er nauðsynlegt að hreinsa með tannþræði. Hæfilegt að er hefja notkun tannþráðar við 3ja ára aldurinn. Foreldrar þurfa að aðstoða börnin með tannþráðinn.

Hér má sjá myndband um tannhirðu 3ja til 6 ára barna. Og hér má finna myndband um hvernig maður notar tannþráð 3ja-6 ára. 

Þorrablót á Laufás 2022

Mikið fjör, dansað og dansað og allir með
Mikið fjör, dansað og dansað og allir með
1 af 2

Í dag var þorrblót að íslenskum sið haldið á Laufási og Hubert var 2 ára. Til hamingju Hubert með daginn þinn!

Börnin bjuggu til þorrakórónur og völdu sér "víkinganafn" sem var skrifað á hverja kórónu. Það var dansað, leikið og hlegið. Við skoðuðum kindagæru, skoðuðum tólgarkerti og sungum að sjálfsögðu Þorraþræl og krummavísur. Börnin veltu fyrir sér leikföngum barna í gamladaga og skoðuðu og snertu leggi og bein. Síðan var haldið í hádegismat þar sem Iwona var búin að taka til þorramat: hangikjöt, sviðasultu, blóðmör, lifrapylsu, flatkökur, harðfisk og fleira góðgæti sem tilheyrir þorranum. Allir skemmtu sér vel á þessum góða föstudegi. Góða helgi!