Tannumhirða er mjög mikilvæg
Tannheilbrigði er mikilvægur þáttur í umönnunbarna og eykur vellíðan
Í tilefni tannverndarviku eigum við pottþétt eftir að ræða um bræðurna Karíus og Baktus í vikunni. Eftirfarandi upplýsingar um mikilvægi tannheilsu er að finna á heilsuveru.is
Barnatennur er nauðsynlegt að bursta að lágmarki tvisvar á dag, eftir morgunverð og fyrir svefn hvort sem um er að ræða daglúrinn eða nætursvefninn.
Börn á leikskólaaldri þurfa aðstoð fullorðinna við tannburstun. Börn yngri en sex ára eiga ekki að skammta tannkrem á burstann.
Hæfilegt magn tannkrems á burstann er sem samsvarar nöglinni á litla fingri barnsins.
Flúorinnihald tannkremsins er hæfilegt 1000-1350 ppm F.
Tannþráður
Tannburstinn nær ekki að hreinsa flötinn á milli tannanna. Þann flöt er nauðsynlegt að hreinsa með tannþræði. Hæfilegt að er hefja notkun tannþráðar við 3ja ára aldurinn. Foreldrar þurfa að aðstoða börnin með tannþráðinn.
Hér má sjá myndband um tannhirðu 3ja til 6 ára barna. Og hér má finna myndband um hvernig maður notar tannþráð 3ja-6 ára.