VALMYND ×

Fréttir

Skólastarf frá 11. maí

Leikskólastarf verður með hefðbundnum hætti frá og með mánudeginum 11. maí næstkomandi. Foreldrar mega þá t.d. koma inn í leikskólann. Hins vegar munum við halda áfram að vera með aukin þrif. Eins verður ávallt farið eftir fyrirmælum frá Almannavörnum og ef einhverjar breytingar verða, þá munum við upplýsa ykkur um það. 

 

Með bestu kveðju, Sonja Dröfn

Aukin opnun

Ákveðið hefur verið að bjóða upp á auka vistunarviku í byrjun júlí, fyrir þá sem vilja. Samkvæmt skóladagatali fer leikskólinn í sumarfrí 3. júlí, kl 13:00. Hins vegar er mögulegt að vera aukalega vikuna 6. -10. júlí. Sækja þarf um það með því að senda póst á sonjahe@isafjordur.is og er þetta einungis í boði ef óskað er eftir vistun fyrir fjögur börn eða fleiri. 

Þjónusta sálfræðings

 

Þar sem ekki hefur verið hægt vegna ástandsins í þjóðfélaginu að veita sérfræðiaðstoð sálfræðinga sl. vikur þá hafa sálfræðingarnir okkar þær Sólveig Norðfjörð og Björg Norðfjörð ákveðið að opna fyrir ráðgjöf með símaviðtölum við nemendur, foreldra og kennara. Einnig ætla þær að hafa samband við þá foreldra sem bíða eftir niðurstöðum viðtala frá því í febrúar.

Þeir sem telja sig þurfa ráðgjöf er bent á að hafa samband við Sólveigu eða Björgu í gegnum tölvupóst: solveignordfjord@gmail.com eða bjorg00@hotmail.com gefa upp nafn, símanúmer og jafnvel nafn barnsins ef það hefur verið í viðtölum hjá þeim. Þær munu síðan hafa samband við viðkomandi við fyrsta tækifæri.

Sálfræðingarnir sem starfa við leik- og  grunnskóla Ísafjarðarbæjar eru hluti af skólaþjónustu sveitarfélagsins og sinna allri almennri sálfræðivinnu við skólanna. Sálfræðingarnir vinna í nánu samstarfi við starfsfólk leik- og grunnskólanna og aðra þá sem koma að málefnum barna.

Með bestu kveðju

Guðrún Birgisdóttir

Skóla- og sérkennslufulltrúi

Ísafjarðarbæjar

Opnum 27. apríl

Nú lítur út fyrir að hertum aðgerðum verði aflétt frá og með 27. apríl næstkomandi. Leikskólinn mun því opna þann dag á hefðbundnum tíma. Þó með takmörkunum eins og þær voru fyrir páska. Þ.e. foreldrar koma aldrei alveg inn í leikskólann, bara í forstofuna og börnin eru helst í útiveru þegar þau eru sótt. Foreldrar láta vita, hvernær barnið er sótt, svo það sé tilbúið. Einnig reynum við eins og kostur er að skipta nemendum í tvo hópa. En vegna smæðar leikskólans, er ekki talin ástæða til að tvískipta alveg leikskólanum og starfsmönnum hans. 

Ég mun svo upplýsa ykkur þegar ég veit meira um afléttingu frá 4. maí næstkomandi. 

En það verður frábært að fá aftur líf í húsið, viðbúið að það verði mikil gleði hjá börnunum að hitta aftur vini sína :-) 

 

Með bestu kveðju, Sonja Dröfn

ÁRÍÐANDI - LOKAÐ

Sæl

Ég var að fá þau fyrirmæli frá Almannavörnum að verið sé að herða aðgerðir hér fyrir vestan og verður því leikskólinn Laufás lokaður frá og með morgundeginum og um óákveðinn tíma. Það eru einungis börn foreldra í FRAMLÍNUSTÖRFUM sem geta mætt. En það verður að sækja um það í gegnum island.is. Annars verður engin að störfum í leikskólanum. Einnig eru það börn í 1. og 2. bekk sem eiga foreldra í framlínustörfum sem geta sótt um undanþágu í gegnum vefinn, island.is. Ég hef ekki frekari upplýsingar um skólahald eftir páskafrí, en það má alveg gera ráð fyrir að það verði enn frekari röskun á því, en þegar hefur orðið. En meira um það þegar nær dregur 14.apríl.

Ég hef ekki fengið upplýsingar um staðfest smit á staðnum en vil hins vegar minna alla á að fara eftir þeim fyrirmælum sem búið er að ítreka margoft, m.a. um fjarlægð á milli fólks, handþvott o.fl. Sjá á covid.is

Ég mun halda ykkur eins vel upplýstum, nú sem áður, þegar ég hef frekari fregnir.

Með bestu kveðju,

Forgangshópar

Gott er að minna á að ef til þess kemur að við þurfum að loka leikskólanum, þá eru Almannavarnir með forgangslista fyrir þá aðila sem verða að fá að nýta leikskólapláss. 

Listinn er hér og foreldrar þurfa báðir að skrá sig í island.is

 

 

Með bestu kveðju, Sonja Dröfn

 

Covid-19 og hið endalausa kvef...

Við, starfsfólk Heilsuleikskólans Laufás, höfum verið að fá fyrirspurnir út í þau tilmæli að halda börnum heima ef þau sýna einkenni um veikindi, t.d. eru kvefuð eða sýna önnur flenslutengd einkenni. Við vitum að þessi kríli eru mjög oft með þrálátt nefrennsli en ef þau eru ekki slöpp eða lasleg að öðru leyti, ætti það ekki að hafa áhrif á leikskólasókn. Þið, foreldrar, þekkið börnin ykkar best og sjáið hvort barnið sé hresst og tilbúið til að sinna leikskólastarfinu, það getur t.d. verið ágætt að miða við að barnið geti tekið þátt í útiveru. Það er hins vegar mikilvægt að ef barnið er laslegt og kvefað, þó svo það sé ekki með hita, að foreldrar haldi því heima. Það er álag vegna alls þessa sem gengur á í samfélaginu, á starfsfólk, bæði sem starfsmenn leikskólans og einnig sem foreldra og aðstandendur. Eins er þetta sama álag á ykkur, foreldrana og heimilin. Við þurfum því að hjálpast að og vega og meta hvert tilfelli fyrir sig.

Með samvinnu komumst við í gegnum þetta tímabil og gott er að minna sig á að þetta er bara tímabil sem gengur yfir. Ef þið hafið einhverjar fyrirspurnir hafið þá endilega samband, getið notað Karellen og einnig sent netpóst á þetta netfang: sonjahe@isafjordur.is. Við reynum að upplýsa ykkur um leið og við fáum ný tilmæli eða fyrirmæli frá Sóttvarnarlækni/Almannavörnum.

Skipulag næstu daga

Laufás – næstu dagar

  • Foreldrar láti ávallt vita, í upphafi dags, ef barn mæti ekki. Annað hvort með því að hringja og/eða skrá í Karellen.
  • Foreldrar skila börnum af sér í forstofunni og sækja þangað. Þ.e.a.s. foreldrar fara aldrei alveg inn í leikskólann. Það skipti mjög miklu máli að upplýsa þann starfsmann sem tekur á móti barninu um það hvenær það verði sótt. Það er þá tilbúið á þeim tíma.
  • Það er ekki farið í íþróttahús næstu vikurnar.
  • Búið er að færa borð í matsal í sundur til að fækka nemendum á hverju borði.
  • Allir þvo sér vel um hendur með sápu, um leið og þeir mæta í leikskólann.
  • Ef barn er með kvef eða/og önnur flensueinkenni SKAL það vera heima og má ekki undir neinum kringumstæðum mæta í leikskólann.

 

Að öðru leyti reynum við að halda skipulagi eins og kostur er. 

 

Með von um að þið sýnið þessum ráðstöfunum skilning og farið eftir þeim. 

Starfsmannafundur - mánudaginn 16.mars

Vegna stöðunnar hef ég ákveðið að færa starfsmannafund sem vera átti á föstudaginn til mánudags. Leikskólinn mun því ekki opna fyrr en kl 10:00 í fyrramálið. Ég biðst afsökunar á því hversu seint þetta berst ykkur, en upplýsingar til okkar taka stöðugt breytingum.