Litasnjókarl sem var búin til í útveru föstudaginn 14. janúar
Á Skóladagatalinu er skráður starfsdagur 11.mars en við verðum að færa hann til 18.febrúar. Þann dag er leikskólinn lokaður allan daginn. Starfsmannafundur sem átti að vera 7. febrúar færist til 21. mars til að dreifa lokunartíma á lengra tímabil fyrir foreldra.
Ástæðan er að allir starfsmenn leikskólanna í Ísafjarðarbæ eru þennan dag að fá fræðslu um verkefnið snemmbær stuðningur, læsi til framtíðar frá Menntamálastofnun.
Með innleiðingu verkefnisins er lögð áhersla á að auka þekkingu og hæfni alls starfsfólks leikskólanna.
með það fyrir augum að öll börn fái íhlutun og áskoranir við hæfi í leik og starfi.
Verkefnið er unnið samkvæmt verkáætlun með það fyrir augum að virkja allt lærdómssam-
félagið um verkefnið en yfirlit um aðrar afurðir verkefnisins er m.a.
• Innleiðing, verkferill og þjálfun á tengiliðum í hverjum skóla og sveitarfélagi.
• Fyrirlestrar, handbókarrammi og efni tengt honum á vef sem er lokaafurð hvers leikskóla.
• Efni tengt snemmtækri íhlutun í hnotskurn, flokkunarrammi námsefnis, uppbygging mál-
örvunarstunda, yfirlit aldurstengdrar getu í málþroska barna og annað efni tengt verk-
efninu.
• Fyrirlestrarefni.
• Myndbönd og upptökur sem styðja og útvíkka verkefnið.
Sá lærdómur sem má hafa af þessu verkefni er að það þarf mun meiri kraft í að styðja við
leikskóla með starfsþróun alls starfsfólks innan leikskólana með áframhaldandi vinnu í anda
snemmtækrar íhlutunar sem og lærdómssamfélagsins í heild.
Markmiðið er að hámarka árangur allra barna hvað varðar málþroska og læsi því þannig má
auka líkur á góðu námsgengi síðar meir og koma í veg fyrir lestrarerfiðleika við byrjun lestrar-
náms einnig að hvert barn fái íhlutun, kennslu við hæfi og að kennsla í grunnskólum byggi á
niðurstöðum og áherslum frá leikskólum. Þannig yrði stuðlað að aukinni samfellu milli skóla-
stiga.