VALMYND ×

Leikskólinn lokaður miðvikudaginn 23. febrúar vegna veður

Spáin á hádegi 23. febrúar
Spáin á hádegi 23. febrúar

Það er mjög slæm veðurspá fyrir morgundaginn, miðvikudaginn 23.febrúar og komin appelsínugul viðvörun frá morgni til miðnættis. Því hefur verið ákveðið í samráði við sviðstjóra að leikskólinn verði lokaður á morgun. Leikskólinn verður þó opnaður fyrir börn neyðaraðila beri nauðsyn til. Þeir sem í hlut eiga eru vinsamlega beðnir um að hringja í undirritaða í síma 8490994 sem fyrst eða senda tölupóst á ingasi@isafjordur.is, svo hægt er að gera ráðstafanir til að opna leikskólann. Nýjar verklagsreglur um skólahald þegar óveður geysir voru samþykktar í bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar þann 16.febrúar sl. Þessar reglur verða settar hér á heimasíðu leikskólans og sendar foreldrum í tölvupósti. Vinsamlega fylgist vel með fréttum á heimasíðunni, á fésbókarsíðunni, Karellen og tölvupósti ef veðurspá breytist til hins betra og við getum opnað. Það skýrist betur þegar líður á morgunin. Með bestu kveðju, Inga Jóna leikskólastjóri.