Fréttir
Haustfundur
Skóladagatal
Skáld í skólum
Á þriðjudaginn munu Villi, Vilhelm Anton Jónsson, og Linda Ólafsdóttir heimsækja yngsta og miðstigið. Þau eru á vegum Skáld í skólum sem er samstarfsverkefni Rithöfundasambandsins, Menntamálaráðuneytisins og Reykjavíkurborgar.
Hér er linkur á þau verkefni sem voru í boði þetta árið, en það var svo sannarlega erfitt að velja eitthvað eitt! Hér linkur á síðu Rithöfundarsambands Íslands.
Við ætlum að bjóða elstu drengjunum, skólahópnum, á leikskólanum að koma yfir í grunnskólann og njóta með okkur :-)
Starfsdagur
Skólahlaup - starfsdagur
Í gær, fimmtudaginn 17. október, tóku nemendur leikskólans þátt í skólahlaupi grunnskólans. Þau stóðu sig mjög vel, og voru tveir nemendur sem hlupu 2,5 km! Vel gert! Eftir hlaupið fengu nemendur ávexti. Ég set með nokkrar myndir sem ég tók í gær - svo virðist sem ég geti ekki snúið þeim, biðst forláts...
Á fimmtudaginn næsta, 24. október, er sameiginlegur starfsdagur með starfsfólki Ísafjarðarbæjar. Leikskólinn verður því lokaður frá kl 11:30. Nemendur fá samt að borða áður en þeir halda heim.
Starfsdagurinn fer fram í íþróttahúsinu á Torfnesi.Dagurinn samanstendur af fyrirlestrum og verkefnavinnu með þann tilgang að stuðla að því að starfsfólk Ísafjarðarbæjar nái góðri stjórn á streitu, líðan, verkefnum og einbeitingu.
Skólahlaup
Á morgun, fimmtudaginn 17. október verður hið árlega skólahlaup hjá Grunnskólanum á Þingeyri. Samkvæmt venju munu nemendur leikskólans taka þátt.
Hlaupið verður ræst kl 10:15 hjá kirkjunni og munu yngstu/elstu nemendur hlaupa/ganga 2,5 km, aðrir eftir getu. Að loknu hlaupi fá nemendur ávöxt áður en farið er aftur í leikskólann.
Allir velkomnir með okkur :-)
Bleikur dagur
Vetrarstarfið hjá okkur á Laufási
Kæru foreldrar. Nú er allt að smella saman hjá okkur og starfið farið á fullt. Það eru ýmsar mannabreytingar hjá okkur í ár. Erna okkar er farin í fæðingarorlof og Sonja Dröfn mun sinna hennar starfi í vetur. Sonja verður við á leikskólanum alla þriðjudaga frá 8- 12 og svo á miðvikudögum frá 13- 16. Einnig er hægt að ná sambandi við hana í grunnskólanum.
Við kveðjum einnig hana Möggu okkar en hennar verður sárt saknað af starfsfólki og börnum leik- og grunnskóla. Magdalena tók við starfi Möggu núna á haustmánuðum og hefur staðið sig með prýði. Henni til aðstoðar verður Heiður Embla, en hún mun einnig sjá um þrifin.
Við höfum einnig fengið nýja manneskju inn á deild, hana Ingu Jónu og við vorum svo heppin að með henni fylgdu tvær litlar skottur.
í Vetur ætlum við að vinna með þemað Sveitin mín. Í því þema munum við kynnast bæði sveitarbæjum og húsdýrum fjarðarins betur og nærumhverfi okkar. Við munum fara ýmsar leiðir til að auka þekkingu okkar en þar má nefna: sveitaferðir, smakka afurðir, listsköpun, vinna með endurvinnanlegt efni, fylgjast með útungun hænuunga og margt fleira skemmtilegt.
Fyrsta dýrið sem börnin völdu að læra um er hesturinn. Við munum því fara í markvissa vinnu með hann næsta mánuðinn. Þar sem þemað okkar er sveitin völdu börnin dýranöfn á hópana sína.
Inga Jóna verður með Folaldahóp (2014-2015), Kristín Harpa með Lambahóp (2016-2017) og Hulda Hrönn með ungana sína 3 (2018)
Heilsubókin verður rafræn í fyrsta sinn í ár og munum við kynna hana betur þegar nær dregur.
Íþróttahúsið verður á sínum stað á miðvikudögum kl. 09:00. Fyrst um sinn munu yngstu stelpurnar kynnast leikskólanum betur en fara svo tvisvar í mánuði þegar þær eru orðnar vanar.
Hlökkum til að eyða vetrinum með börnunum ykkar og deila með þeim frábærum stundum :)