Skólahlaup - starfsdagur
Í gær, fimmtudaginn 17. október, tóku nemendur leikskólans þátt í skólahlaupi grunnskólans. Þau stóðu sig mjög vel, og voru tveir nemendur sem hlupu 2,5 km! Vel gert! Eftir hlaupið fengu nemendur ávexti. Ég set með nokkrar myndir sem ég tók í gær - svo virðist sem ég geti ekki snúið þeim, biðst forláts...
Á fimmtudaginn næsta, 24. október, er sameiginlegur starfsdagur með starfsfólki Ísafjarðarbæjar. Leikskólinn verður því lokaður frá kl 11:30. Nemendur fá samt að borða áður en þeir halda heim.
Starfsdagurinn fer fram í íþróttahúsinu á Torfnesi.Dagurinn samanstendur af fyrirlestrum og verkefnavinnu með þann tilgang að stuðla að því að starfsfólk Ísafjarðarbæjar nái góðri stjórn á streitu, líðan, verkefnum og einbeitingu.