VALMYND ×

Fréttir

Covid-19

Eins og hefur ekki farið fram hjá nokkrum manni, þá hefur ansi skæð "flensa" verið að skekja heiminn. Við höfum eftir fremsta megni gert okkar til koma í veg fyrir smit hér í Laufási. M.a. er spritt sýnilegt, nemendur nota bréfþurrkur í stað handklæða og við erum farin að skammta matinn, þetta er eitt af þeim þáttum sem Landlæknir hefur bent á til að koma í veg fyrir smit. 

Eftirfarandi upplýsingar eru fengnar af vef Heilsugæslunnar:

"Heimsfaraldur sjúkdóms sem engin lækning er til við og enginn hefur ónæmi fyrir, er alvarlegur. Ekki af því að í þessu tilviki sé sjúkdómurinn svo alvarlegur heldur vegna þess að svo margir geta veikst á sama tíma að það lami þjóðfélagið og geri okkur ókleift að sinna þeim 5% sem verða alvarlega veik. Þetta er ástæðan fyrir því að reynt er eftir fremsta megni að hefta útbreiðsluna og tefja hana."

 

Svo er ávallt gott að minna á mikilvægi handþvottar, með sápu og þið farið yfir það heima, rétt eins og við gerum hér í leikskólanum. 

Náttfatadagur

Á miðvikudaginn, Öskudag, er náttfatadagur í leikskólanum :-) Við munum fá heimsókn frá 1. og 2. bekk úr GÞ. Svo verður boðið upp á snakk og djús, samkvæmt venju. 

Aftakaveður framundan

Hér má sjá hvernig spáin lítur út á hádegi, 14. febrúar
Hér má sjá hvernig spáin lítur út á hádegi, 14. febrúar

Á morgun er spáð aftakaveðri á svæðinu. Ég mælist til þess að foreldrar haldi börnum heima ef þess er nokkur kostur. Gott væri ef þið létuð vita í dag, svo ég sé ekki að senda starfsfólk að óþörfu af stað í fyrramálið.

 

Dagur leikskólans

Á fimmtudaginn næsta, 6.febrúar er Dagur leikskólans. Þá munum við gera okkur smá dagamun, boðið upp á útisúpu, fylgist endilega með fésbókarsíðu foreldra. 

Á mánudaginn fjölgar hjá okkur um tvo, en þá munu bræður byrja í leikskólanum að nýju. Þeir hafa verið hjá okkur áður og því verða vonandi fagnaðarfundir :-) 

Vetrarveður

Nú er búið að gefa út appelsínugula veðurviðvörun fyrir Vestfirði. Samkvæmt veðurspá þá gengur hvellur yfir svæðið og ekki útlit fyrir að það lægi fyrr en aðfararnótt föstudags. Ég vil biðja ykkur um að fylgjast vel með veðurspá og aðstæðum áður en haldið er af stað með börnin og láta vita ef þið ætlið að halda þeim heima. 

 

 

Með bestu kveðju, Sonja Dröfn

Gleðileg jól

Starfsfólk Heilsuleikskólans Laufás óskar nemendum, fjölskyldum þeirra og öllum velunnurum leikskólans gleðilegrar hátíðar og þakkar fyrir gott samstarf á liðnu ári. 

 

Megið þið eiga góða daga, umvafinn vinum og fjölskyldu. 

 

Starfsfólk Heilsuleikskólans Laufás

Jólafrí

Búið er að hengja upp blað í forstofunni þar sem þið eruð beðin um að merkja við þá daga sem barn verður í leikskólanum frá 23. desember 2019 - 4. janúar 2020. Vinsamlegast skráið þar inn sem fyrst ef barn nýtir sér vistunartímann sinn. 

Íþróttahús

Gott er að hafa í huga að börnin fara í íþróttahúsið á miðvikudögum. Þá er gott að þau séu í þægilegum fatnaði, þau mega vera í stuttbuxum (hafa með sér eða vera í innan undir buxum) en þau eru alltaf á tásunum :-)

Afmæli Laufás

Í tilefni þess að Heilsuleikskólinn Laufás er 31 árs, þá er aðstandendum boðið í kaffi á morgun, þriðjudag, kl 14:30-16:00.