Vetrarveður
Nú er búið að gefa út appelsínugula veðurviðvörun fyrir Vestfirði. Samkvæmt veðurspá þá gengur hvellur yfir svæðið og ekki útlit fyrir að það lægi fyrr en aðfararnótt föstudags. Ég vil biðja ykkur um að fylgjast vel með veðurspá og aðstæðum áður en haldið er af stað með börnin og láta vita ef þið ætlið að halda þeim heima.
Með bestu kveðju, Sonja Dröfn