Gjaldskrár 2023 – helstu breytingar milli ára fyrir leikskóla
Nýtt í gjaldskrá er afsláttur fyrir tekjulægri foreldra. Einstæðir foreldrar með árstekjur 0 kr. til 4.823.000.kr. og foreldrar í sambúð með árstekjur 0 kr. til 7.717.000 kr. fá 40% afslátt af leikskólagjöldum. Horft er til viðmiða varðandi tekjutengingu annarra gjaldskráa hjá Ísafjarðarbæ, og lágmarkslaun í landinu. Þessi afsláttur kemur í stað forgangsgjaldskrár sem fellur niður, en hún veitti 35% afslátt til einstæðra foreldra eða ef foreldrar voru bæði í námi.
Þá hefur orðið breyting varðandi s.k. 9. klukkutíma. Í dag eru leikskólar Ísafjarðarbæjar með vistunartíma í 8,5 klst. að hámarki og er gjaldskrá breytt til samræmis við það þannig að hálftíminn lengur en 8 klst. kosti meira en aðrir klukkutímar. Áður var vistunartíminn að hámarki 9 klst. og viðmið gjaldskrár út frá því. Þetta á ekki við Laufás þar sem við bjóðum ekki upp á lengri vistun en 8 klst.
Helstu upplýsingar um breytingar á gjaldskrá má finna hér