VALMYND ×

Góða helgi

Sefur selur á steini?
Sefur selur á steini?

Það er búið að vera líf og fjör í vikunni sem er að líða. Í dag fóru börnin í fjöruferð þar sem þessi fallega mynd var tekin. Við erum búin að vera fjalla um seli og markmiðið með ferð í fjöruna var að athuga hvort við fyndum ekki einn.

Á þriðjudaginn fóru elstu börnin með yngstu nemendum grunnskólans í skógarleiðangur með vasaljós snemma á þriðjudagsmorgunn í myrkrinu. Í skóginum var lesin saga og farið í ratleik með vasaljós. Nesti var svo borðað úti á skólalóðinni. Þessi sameiginlega stund í skóginum var í staðinn fyrir skólaheimsókn (blanda ekki börnum milli sóttvarnarhólfa).

Nýjar reglur varðandi sóttvarnir koma á næsta mánudag þá kemur í ljós hvort að það verði einhverjar tilslakanir eða hvort við höldum áfram sama skipulagi. Við höldum áfram hér í leikskólanum og höldum upp á dag íslenskrar tungu á mánudaginn ásamt því að hann Jón Þór pabbi hennar Katarínu ætlar að koma og vinna í leikskólanum.

Góða helgi

starfsfólk Heilsuleikskólans Laufás