VALMYND ×

Fréttir

Hertar aðgerðir vegna Covid-19 í nóvember

Blær minnir foreldra og forráðamenn á grímuskylduna
Blær minnir foreldra og forráðamenn á grímuskylduna

Eins og staðan er í dag eru leikskólabörn undanskilin þeim takmörkunum sem taka gildi á miðnætti eftir hertar reglur og minnisblað sóttvarnarlæknis. Minnum á grímuskyldu fyrir foreldra og forráðamenn þegar þeir koma með og sækja börn sín í leikskólann. Leikskólakennarar hafa val um grímunotkun. Passið upp á 2 m regluna í fataklefanum og forðist snertingar. Starfsfólk getur líka tekið á móti börnunum úti ef ykkur þykir það betra. Það er spritt á veggnum vinstra megin þegar þið komið inn. Allir hurðasnerlar eru þrifnir og sótthreinsaðir á hverjum degi, oft á dag.

FÖRUM VARLEGA. VIÐ ERUM ÖLL ALMANNAVARNIR, GERUM ÞETTA SAMAN.

Sóttvarnir hertar

Frá og með morgun deginum 21. október biðjum við foreldra um að vera með andlistsgrímur þegar þeir koma með börnin á leikskólann og sækja þau. Reglur verða endurskoðaðar 10. nóvember. Hér má sjá ráðleggingar um grímunotkun.

Við minnum líka á sprittið sem er á veggnum vinstrameginn þegar komið er úr andyrinu. Það er mikilvægt að við hjálpumst að þegar kemur að persónulegum sóttvörnum og að hver og einn geri sitt besta. Virðum 2m regluna og aukum líkurnar á því að skólastarf geti haldist óbreytt.

Upplýsingar varðandi Covid

https://www.heilsuvera.is/media/1567/hallo-eg-heiti-korona-ny-utgafa.pdf
https://www.heilsuvera.is/media/1567/hallo-eg-heiti-korona-ny-utgafa.pdf
Nú er alls staðar verið að herða sóttvarnir, eftirfarandi þætti verðum við í skólunum að hafa í huga:
  • Minnum stöðugt á 1 metra regluna á milli fullorðinna.
  • Við berum ábyrgð á okkar persónulegu sóttvörnum og aukum þrif.
  • Allir fullorðnir sem í skólana koma spritti hendur við komu og noti grímu verði ekki hægt að virða fjarlægðarmörk.
  • Foreldrar leikskólabarna komi eingöngu í fataklefa (minnum á spritt á veggnum þegar þið komið inn).
  • Skólaþjónustan mun halda áfram þannig að hver starfsmaður fari eingöngu í einn skóla á dag.
  • Ekki er grímuskylda í vinnu með börnum, kennarar geta valið að bera grímu í kennslu með elstu nemendunum
  • Fundir verði fjarfundir þar sem því verður við komið og grímuskylda er á fundum ef rými eru lítil og ekki hægt að virða fjarlægðarmörk.
  • Mælst er til þess að starfsfólk fari ekki á landsvæði þar sem nýgengi smita er hátt nema brýna nauðsyn beri til.

Með sóttvarnar kveðjum

Starfsfólk Heilsuleikskólans Laufás og Grunnskólans á Þingeyri

Langar þig til að vinna með okkur á Laufási

Afmælsihuggulegheit í síðustu viku
Afmælsihuggulegheit í síðustu viku

Það hafa orðið nokkrar breytingar á starfsfólki leikskólans. Erla Sighvatsdóttir hóf störf sem deildarstjóri í september byrjun. Og fyrir þá sem ekki vita er Alla mamma hennar sem byrjaði að vinna á leikskólanum í ágúst. Helen Cova byrjaði í haust að elda og sinnir hún starfi matráðs á meðan Magdalena er í fæðingarorlofi.

Nú stefnir í að börnin verði 15 á Laufási í vetur og okkur vantar frekari liðsauka. Um er að ræða einn skemmtilegasta vinnustað á Þingeyri með vinnusömum og glöðum börnum. Sjá nánari auglýsingu og upplýsingar um starfið hér

Byrjun skólastarfsins á Laufási

Glaðir krakkar í síðsumarsól
Glaðir krakkar í síðsumarsól

Nú er skólastarf hafið á Laufási eftir sumarleyfi. Nokkrar breytingar hafa orðið á starfsfólki skólans. Nýr matráður hefur verið ráðinn, skólastjóri er kominn aftur eftir fæðingarorlof, nýr deildarstjóri hefur störf í september ásamt því að nýr leiðbeinandi hefur störf eftir helgina. Einnig sjáum við fram á fjölgun barna sem er jákvætt og ef allt gengur eftir verða börnin 15 í vetur.

Skólastarf helst að mestu óbreytt vegna Covid- það er spritt fyrir foreldra á ganginum þegar þeir koma, höldum 2m reglunni og berum ábyrgð á eigin hegðun. Börnin þvo oftar um hendur og öll þrif á leikskólanum eru ýktari. Ef eitthvað breytist þá látum við foreldra vita.

Minni á skóladagatalið hér á heimasíðunni ásamt fleira efni, við ætlum að halda áfram að gefa út dagtölin-fyrsta dagatalið verður fyrir september.

Með von um gott samstarf - það er leikur að læra 

Starfsfólk heilsuleikskólans Laufás

Sumarfrí - haustið

Þá er sumarfrí hafið hjá börnum sem og starfsfólki, en það hófst 3. júlí síðastliðinn. 

Hauststarfið hefst að nýju 10. ágúst kl 13:00. 

 

Við vonum að þið hafið það sem allra best í sumarfríinu og mætið endurnærð í ágúst. 

Útskrift o.fl.

Piltarnir og 1.-3.bekkur
Piltarnir og 1.-3.bekkur

Elstu drengir leikskólans voru útskrifaðir miðvikudaginn 20. maí síðastliðinn við hátíðlega athöfn. Að þessu sinni þurfti að breyta út af vananum og voru bara foreldrar drengjanna viðstaddir. Það voru 5 hressir piltar sem fengu gjafir og skirteini :-) Þeir fóru svo í langa skólaheimsókn á föstudeginum, voru alveg frá 8:10 - 12:10 með nemendum 1.-3.bekkjar. Þeir munu svo fara á sundnámskeið með Ernu og Hönnu Gerði á mánu-, miðviku-, fimmtu- og föstudag. 

Skólastarf frá 11. maí

Leikskólastarf verður með hefðbundnum hætti frá og með mánudeginum 11. maí næstkomandi. Foreldrar mega þá t.d. koma inn í leikskólann. Hins vegar munum við halda áfram að vera með aukin þrif. Eins verður ávallt farið eftir fyrirmælum frá Almannavörnum og ef einhverjar breytingar verða, þá munum við upplýsa ykkur um það. 

 

Með bestu kveðju, Sonja Dröfn

Aukin opnun

Ákveðið hefur verið að bjóða upp á auka vistunarviku í byrjun júlí, fyrir þá sem vilja. Samkvæmt skóladagatali fer leikskólinn í sumarfrí 3. júlí, kl 13:00. Hins vegar er mögulegt að vera aukalega vikuna 6. -10. júlí. Sækja þarf um það með því að senda póst á sonjahe@isafjordur.is og er þetta einungis í boði ef óskað er eftir vistun fyrir fjögur börn eða fleiri. 

Þjónusta sálfræðings

 

Þar sem ekki hefur verið hægt vegna ástandsins í þjóðfélaginu að veita sérfræðiaðstoð sálfræðinga sl. vikur þá hafa sálfræðingarnir okkar þær Sólveig Norðfjörð og Björg Norðfjörð ákveðið að opna fyrir ráðgjöf með símaviðtölum við nemendur, foreldra og kennara. Einnig ætla þær að hafa samband við þá foreldra sem bíða eftir niðurstöðum viðtala frá því í febrúar.

Þeir sem telja sig þurfa ráðgjöf er bent á að hafa samband við Sólveigu eða Björgu í gegnum tölvupóst: solveignordfjord@gmail.com eða bjorg00@hotmail.com gefa upp nafn, símanúmer og jafnvel nafn barnsins ef það hefur verið í viðtölum hjá þeim. Þær munu síðan hafa samband við viðkomandi við fyrsta tækifæri.

Sálfræðingarnir sem starfa við leik- og  grunnskóla Ísafjarðarbæjar eru hluti af skólaþjónustu sveitarfélagsins og sinna allri almennri sálfræðivinnu við skólanna. Sálfræðingarnir vinna í nánu samstarfi við starfsfólk leik- og grunnskólanna og aðra þá sem koma að málefnum barna.

Með bestu kveðju

Guðrún Birgisdóttir

Skóla- og sérkennslufulltrúi

Ísafjarðarbæjar