VALMYND ×

Haustverkefnin

1 af 2

Það er búið að vera líf og fjör hér á Laufási þetta haustið. Eitt verkefna haustins er að athuga hvernig kartöfluuppskeran tókst. Að taka upp kartöflur gefur börnunum tækifæri til að efla sambandið við náttúrna, leikum okkur í moldinni og leitum og finnum kartöflur sem börnin færa svo Iwonu í eldhúsið. Börnin smakka svo og njóta þess að borða uppskeruna. Kartöfluræktunin gefur líka tækifæri til að nota ýmiss hugtök sem nýtist kennurum til að efla málþroska allra barna.