VALMYND ×

Nýr leikskólastjóri

Inga Jóna sem við þekkjum vel kemur aftur til starfa eftir fæðingarorlof 31. janúar næstkomandi. Inga ætlar að koma inn sem leikskólastjóri og taka við stjórninni á Laufási af Ernu sem hefur stýrt leikskólanum síðan í október 2018 samhliða Grunnskólanum. Við hlökkum til að fá Ingu Jónu til starfa og óskum henni til hamingju með starfið. Erna og Inga Jóna munu halda áfram að brúa bilið milli skólastiga og leggja rækt við samvinnu.