Vináttudagur á Laufási
Í tilefni baráttudags gegn einelti sem haldin er ár hvert 8. nóvember var vináttudagur á Laufási í dag.
Laufás er vináttu leikskóli og Bangsinn Blær vinur okkar er hluti af því verkefni.
Vinátta felst í því að fyrirbyggja einelti með því að móta góðan skólabrag, eiga góð samskipti og hafa jákvæð viðhorf til allra í hópnum. Lögð er sérstök áhersla á að ná til þeirra barna og fullorðinna sem verða vitni að einelti og hvetja þau til að bregðast við því.
Í dag fjölluðum við um vináttu með Blæ og bjuggum til vináttu hjarta í tilefni dagsins.