Mat á leikskólastarfi
Samkvæmt reglugerð ber leikskóla að móta aðferðir til að meta uppeldisstarfið svo og stjórnunarhætti, samskipti innan leikskólans og tengsl við aðila utan hans.
Heilsubók barnsins
Heilsubók barnsins, Það er leikur að læra, er grunnur heilsustefnunnar og hjálpar okkur að ná settum markmiðum með skráningu á stöðu barnsins. Skráð er í bókina tvisvar á ári, haust og vor og veita foreldrar heimild fyrir þeim skráningum með undirritun sérstaks samnings þar að lútandi. Heilsubókin hefur að geyma útfærð skráningarblöð varðandi ýmsar upplýsingar um barnið. Þeir þættir sem eru skráðir eru; hæð og þyngd, daglegar venjur, leikur og samskipti, málþroski, einbeiting og sjálfstæði, hreyfifærni (grófhreyfingar) og færni í listsköpun (fínhreyfingar, þróun teikninga, virkni).
Mat foreldra
Foreldrum gefst kostur á að leggja mat sitt á starfsemi leikskólans og er sérstakur listi ætlaður til þess.
Niðurstöður gefa leikskólakennurum leikskólans góðar vísbendingar um hvað foreldrar eru ánægðir með og hvað mætti betur fara í starfinu.
(Ágúst 2014)