VALMYND ×

Sönglög

Það er leikur að læra

Það er leikur að læra   

leikur sá er mér kær,

að vita meira og meira,

meira í dag en í gær.

Bjallan hringir, við höldum

heim úr skólanum glöð,

prúð og frjálsleg í fasi.

Fram nú allir í röð

 

Bangsi lúrir 

Bangsi lúrir, bangsi lúrir

bæli sínu í.

Hann er stundum stúrinn,

Stirður eftir lúrinn.

Að hann sofi, að hann sofi

enginn treystir því.

 

 

Gráðug kerling

Gráðug kerling

hitaði sér velling

og borðaði, namm namm namm,

síðan sjálf, jamm jamm jamm,

af honum heilan helling.

 

Svangur karlinn

varð alveg dolfallinn

og starði svo, sko sko sko,

heilan dag, o ho ho,

ofan í tóman dallinn.

 

 

Litlir kassar

litlir kassar á lækjarbakka,

litlir kassar úr dinga-dinga-ling.

Litlir kassar, litlir kassar,

litlir kassar, allir eins.

Einn er rauður, annar gulur,

þriðji fjólublár og fjórði röndóttur

allir búnir til úr dingalinga,

enda eru þeir allir eins.