VALMYND ×

112 dagur á Laufási

1 af 2

 

Þetta er aldeilis búinn að vera viðburða ríkur föstudagur hjá okkur í leikskólanum. 

Þann 11. febrúar ár hvert heldur Neyðarlínan upp á 112 daginn, til að minna á neyðarnúmer allra landsmanna. Vegna þess að þann dag ber upp á laugardegi að þessu sinni, tókum við okkur til og fórum í vinnu hans vegna í þessari viku. Með endapunkti í dag þegar við fengum sjúkrabíllinn í heimsókn til okkar og krakkarnir fengu að skoða hann. Eldri krakkarnir bjuggu meðal annars til síma og lærðu hvernig maður hringir í einn einn tvo. Við horfðum einnig á myndband um þau Loga og Glóð sem fræða börn á barnvænan hátt um eldvarnir.

Annað skemmtilegt sem bar upp á daginn í dag var það að íþróttafélag Þingeyrar Höfrungur gaf grunnskólanum og leikskólanum 18 pör af gönguskíðum og skó. Þetta er vegleg og frábær gjöf sem að börn og kennarar munu njóta góðs af. Gjöfin var m.a. styrkt af Byggðarþróunarverkefninu Öll vötn til Dýrafjarðar. Þessi frábæra gjöf gefur okkur möguleika á enþá fjölbreyttari hreyfingu og heilsueflingu fyrir skólanna. Við sjáum fyrir okkur að nýta skíðin m.a. í útináminu okkar. 

 

Góða helgi!