VALMYND ×

ÁRÍÐANDI - LOKAÐ

Sæl

Ég var að fá þau fyrirmæli frá Almannavörnum að verið sé að herða aðgerðir hér fyrir vestan og verður því leikskólinn Laufás lokaður frá og með morgundeginum og um óákveðinn tíma. Það eru einungis börn foreldra í FRAMLÍNUSTÖRFUM sem geta mætt. En það verður að sækja um það í gegnum island.is. Annars verður engin að störfum í leikskólanum. Einnig eru það börn í 1. og 2. bekk sem eiga foreldra í framlínustörfum sem geta sótt um undanþágu í gegnum vefinn, island.is. Ég hef ekki frekari upplýsingar um skólahald eftir páskafrí, en það má alveg gera ráð fyrir að það verði enn frekari röskun á því, en þegar hefur orðið. En meira um það þegar nær dregur 14.apríl.

Ég hef ekki fengið upplýsingar um staðfest smit á staðnum en vil hins vegar minna alla á að fara eftir þeim fyrirmælum sem búið er að ítreka margoft, m.a. um fjarlægð á milli fólks, handþvott o.fl. Sjá á covid.is

Ég mun halda ykkur eins vel upplýstum, nú sem áður, þegar ég hef frekari fregnir.

Með bestu kveðju,

« Nóvember »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30