VALMYND ×

Afmæli Heilsuleikskólans Laufás

Útisúpa, Laufás 33 ára
Útisúpa, Laufás 33 ára
1 af 6

19. nóvember er afmælisdagur leikskólans hér á Þingeyri. Leikskólinn er 33 ára í dag og til þess að gera okkur daga mun borðuðu eldri börnin úti á lóð og nemendur á yngsta stigi í G.Þ. var boðið í útisúpu og nýbakað brauð í hádeginu. Íslenski fáninn var dregin á hún, börnin fengu að horfa á skrípó í hvíld og nokkrir trukkar og lyftarar bætust við leikfangasafnið í tilefni dagsins ásamt því að að afmælissöngurinn var sunginn.

Planið var að taka á móti fleiri gestum en veiran gerði það flóknara svo við slepptum því. Annars er ánægjulegt að segja frá því að börnin á Laufási eru 20 talsins og óhætt að segja að hér sé fjör alla virka daga og mikið fjör.  

Það er leikur að læra

« Október »
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31