VALMYND ×

Bleikur dagur og fyrsta skólaheimsóknin í Brúum bilið

Bleikur október er orðin hefð hér á Laufási og bleiki dagurinn orðin skemmtilegur dagur fyrir bæði börn og starfsfólk þar sem við klæðumst bleiku til að lýsa upp október skammdegið og sýna í leiðinni samstöðu og stuðning við konur með krabbamein. Í morgunmat var hafragrautur með jarðaberja þeyting og auðvitað notuðum við bleiku glösin. Blöðrur og bleikt perluskraut var hengt í gluggana til að gleðja okkur og ykkur. Iwona bakaði köku og skreytti með bleiku kremi og margt fl.

Föstudaginn 15. október fór skólahópurinn í fyrstu skólaheimsóknina í Grunnskólann á Þingeyri. Það var magnað andrúmsloft, hlaðið spennu og gleði sem fylgdi skólahópnum okkar upp í skóla í morgunn. Skólastjóri sýndi börnunum inn í næstum alla króka og kima skólans. Börnin fengu að sjá og heilsa upp á alla nemendur og kennara, áttu nestisstund með umsjónarkennaranum á yngsta stigi og tóku þátt í frímínútum áður en þau héldu aftur í leikskólann. Sjá myndir hér til hliðar.

« Nóvember »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30