VALMYND ×

Covid-19

Eins og hefur ekki farið fram hjá nokkrum manni, þá hefur ansi skæð "flensa" verið að skekja heiminn. Við höfum eftir fremsta megni gert okkar til koma í veg fyrir smit hér í Laufási. M.a. er spritt sýnilegt, nemendur nota bréfþurrkur í stað handklæða og við erum farin að skammta matinn, þetta er eitt af þeim þáttum sem Landlæknir hefur bent á til að koma í veg fyrir smit. 

Eftirfarandi upplýsingar eru fengnar af vef Heilsugæslunnar:

"Heimsfaraldur sjúkdóms sem engin lækning er til við og enginn hefur ónæmi fyrir, er alvarlegur. Ekki af því að í þessu tilviki sé sjúkdómurinn svo alvarlegur heldur vegna þess að svo margir geta veikst á sama tíma að það lami þjóðfélagið og geri okkur ókleift að sinna þeim 5% sem verða alvarlega veik. Þetta er ástæðan fyrir því að reynt er eftir fremsta megni að hefta útbreiðsluna og tefja hana."

 

Svo er ávallt gott að minna á mikilvægi handþvottar, með sápu og þið farið yfir það heima, rétt eins og við gerum hér í leikskólanum.