VALMYND ×

Covid-19 og hið endalausa kvef...

Við, starfsfólk Heilsuleikskólans Laufás, höfum verið að fá fyrirspurnir út í þau tilmæli að halda börnum heima ef þau sýna einkenni um veikindi, t.d. eru kvefuð eða sýna önnur flenslutengd einkenni. Við vitum að þessi kríli eru mjög oft með þrálátt nefrennsli en ef þau eru ekki slöpp eða lasleg að öðru leyti, ætti það ekki að hafa áhrif á leikskólasókn. Þið, foreldrar, þekkið börnin ykkar best og sjáið hvort barnið sé hresst og tilbúið til að sinna leikskólastarfinu, það getur t.d. verið ágætt að miða við að barnið geti tekið þátt í útiveru. Það er hins vegar mikilvægt að ef barnið er laslegt og kvefað, þó svo það sé ekki með hita, að foreldrar haldi því heima. Það er álag vegna alls þessa sem gengur á í samfélaginu, á starfsfólk, bæði sem starfsmenn leikskólans og einnig sem foreldra og aðstandendur. Eins er þetta sama álag á ykkur, foreldrana og heimilin. Við þurfum því að hjálpast að og vega og meta hvert tilfelli fyrir sig.

Með samvinnu komumst við í gegnum þetta tímabil og gott er að minna sig á að þetta er bara tímabil sem gengur yfir. Ef þið hafið einhverjar fyrirspurnir hafið þá endilega samband, getið notað Karellen og einnig sent netpóst á þetta netfang: sonjahe@isafjordur.is. Við reynum að upplýsa ykkur um leið og við fáum ný tilmæli eða fyrirmæli frá Sóttvarnarlækni/Almannavörnum.

« Nóvember »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30