VALMYND ×

Dagur íslenskrar tungu

Flaggað á degi íslenskrar tungu og afmælisdegi Davíðs sem er 4 ára í dag
Flaggað á degi íslenskrar tungu og afmælisdegi Davíðs sem er 4 ára í dag
1 af 2

Fæðingardagur Jónasar Hallgrímssonar 16.  nóvember er dagur íslenskrar tungu. Við á Laufási héldum upp á daginn með því að flagga íslenska fánanum í fallegu vetrar veðri. Undanfarnar vikur höfum við verið að vinna með veðurvísur eftir Jónas og erum aðallega að vinna með erindið molla. Málörvun er mjög mikilvæg örvun og undirbýr börn fyrir nám í lestri. 
Dagurinn er líka afmælisdagur Davíðs sem er 4 ára í dag. Auðvitað flögguðum við líka fyrir honum. Til hamingju með daginn!

« Október »
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31