Dagur leikskólans
Í gær miðvikudaginn 6. febrúar héldum við hér á Laufási upp á Dag leikskólans. Dagur leikskólans hefur verið haldinn hátíðlegur í leikskólum landsins tólf ár í röð. Sjötti febrúar er merkilegur dagur í leikskólasögu þjóðarinnar því á þessum degi árið 1950 stofnuðu frumkvöðlar leikskólakennara fyrstu samtök sín.
Það var opið hús hjá okkur í hádeginu og buðum við upp á útisúpu. Við létum ekki kuldalegt veðrið stoppa okkur og áttum notalega stund saman í skjóli undir vestur vegg leikskólans okkar. #dagurleikskólans