VALMYND ×

Febrúar fréttir

Sandkassaleikir í febrúar
Sandkassaleikir í febrúar
1 af 5

Það er allt búið að vera á fullu hér á Heilsuleikskólanum Laufási í febrúar. Má þar helst nefna blíðu veður og marga kaffitíma útivið sem börnin kunna vel að meta. Bolludagurinn var haldinn hátiðlegur, við átum á okkur gat á Sprengidaginn og svo var Öskudagspartýið á sínum stað. Nemendur í 1. bekk grunnskólans komu til okkar á  Öskudaginn og það var mikið stuð. Eydís byrjaði að vinna á Laufási og okkur hlakkar til að kynnast henni betur. Við erum líka afar glöð yfir því að foreldrar geti komið inn í leikskólann, minnum þó á persónulegu sóttvarnirnar og sprittið á veggnum.

Gleðilegustu fréttirnar í febrúar eru þær að 19. barnið hóf vistun í leikskólanum í vikunni og það var hægt að opna sandkassan í gær.