VALMYND ×

Hertar aðgerðir vegna Covid-19 í nóvember

Blær minnir foreldra og forráðamenn á grímuskylduna
Blær minnir foreldra og forráðamenn á grímuskylduna

Eins og staðan er í dag eru leikskólabörn undanskilin þeim takmörkunum sem taka gildi á miðnætti eftir hertar reglur og minnisblað sóttvarnarlæknis. Minnum á grímuskyldu fyrir foreldra og forráðamenn þegar þeir koma með og sækja börn sín í leikskólann. Leikskólakennarar hafa val um grímunotkun. Passið upp á 2 m regluna í fataklefanum og forðist snertingar. Starfsfólk getur líka tekið á móti börnunum úti ef ykkur þykir það betra. Það er spritt á veggnum vinstra megin þegar þið komið inn. Allir hurðasnerlar eru þrifnir og sótthreinsaðir á hverjum degi, oft á dag.

FÖRUM VARLEGA. VIÐ ERUM ÖLL ALMANNAVARNIR, GERUM ÞETTA SAMAN.