VALMYND ×

Kartöfluuppskera góð á Laufási

Að taka upp kartöflur er góð samvera
Að taka upp kartöflur er góð samvera
1 af 6

Góð uppskera af kartöflum hafa verið teknar upp hér á Laufási þetta haustið. Við erum afar glöð yfir áhugasemi barnanna sem hafa sýnt verkefninu mjög mikinn áhuga frá því að útsæði var sett niður í vor. Við erum líka afar glöð yfir því að kartöflurnar fengu að vaxa í friði í sumar fram á haustið. Meðfylgjandi myndir sýna stemninguna í rigningarveðrinu og afraksturinn. Búið er að sjóða nýjar kartöflur og smakka og auðvita smökkuðust þær afar vel og eru sennilega bestu kartöflur í heimi.

Vonandi heldur áfram að starfa hér áhugasamir kennarar sem eru tilbúnir til að halda þessu skemmtilega verkefni gangandi næsta vor.