VALMYND ×

Leiðbeiningar á sóttvörnum í leikskólastarfi haust 2021

Minnum foreldra á grímuskylduna inni í leikskólanum-sprittið er á sínum stað. Hlökkum til að sýna ykkur af kartöfluuppskerunni okkar.
Minnum foreldra á grímuskylduna inni í leikskólanum-sprittið er á sínum stað. Hlökkum til að sýna ykkur af kartöfluuppskerunni okkar.

Við kunnum þetta en nauðsynlegt að fara yfir þetta:

  • Leikskólabörn eru undanskilin fjöldatakmörkunum, 1 metra fjarlægðarreglu og grímuskyldu.
  • Samanlagður hámarksfjöldi þeirra sem fæddir eru 2016 og fyrr er 200 í rými.
  • Þegar starfsfólk nær ekki að halda nálægðarmörk (1 m) sín á milli ber að nota andlitsgrímu.
  • Blöndun hópa er heimil, hvort sem um ræðir börn eða starfsfólk en starfsfólk skal gæta fyllstu varúðar og virða nálægðarmörk eftir því sem frekast er unnt.
  • Foreldrar, aðstandendur og aðrir utanaðkomandi sýni aðgát þegar þeir koma inn í skólabyggingar og gæti að sóttvörnum. Hvatt er til grímunotkunar gesta í skólabyggingum.
  • Við aðlögun barna skal viðvera foreldra skipulögð þannig að þeir þurfi sem minnst að nota hreinlætis- og mataraðstöðu í skólabyggingum og skulu þeir gæta að nálægðartakmörkun jafnt sín á milli og gagnvart starfsfólki.
  • Um viðburði á vegum leikskóla gilda sömu sóttvarnaráðstafanir og 200 manna fjöldatakmörkun fullorðinna.