VALMYND ×

Leikskólastarfið hafið aftur eftir sumarfrí

Dagatal fyrir ágúst 2018
Dagatal fyrir ágúst 2018

Búið er að bóna gólf og mála eldhús og verið er að mála þakið. Í september lítur út fyrir að það verði 15 börn í leikskólanum sem er afar ánægjulegt. Erna verður áfram leikskólastjóri, Lára verður deildarstjóri, Kristín og Hulda kennarar inn á deild og Magga verður áfram í eldhúsinu ásamt Janne sem kemur einnig til með að hlaupa í afleysingar. 

Það er nóg framundan og ekkert nema skemmtilegheit í verkefnum vetrarins. Við ætlum m.a. að halda áfram að efla læsi og málörvun í "Stillum saman strengi" ásamt því að taka inn nýtt efni í stærðfræði. Heilsudagbókin verður rafræn í vetur og við ætlum að leggja inn nýtt vinaverkefni og margt margt fleira.

Dagatalið fyrir ágúst er klárt og það má finna framvegis undir "Daglegt starf" hér á heimasíðunni.

Vegna sumarleyfis koma innheimtuseðlarnir aðeins seinna inn en vanalega og afsökum við það hér með.