Leyfisbréfið á listasýninguna
Kæru foreldrar, mér varð aðeins á í messunni og í leyfisbréfinu til foreldra um ferðina á Opnun Listasýningar leikskóla Ísafjarðarbæjar þann 8. júní n.k. stendur að það eigi að fara í rútu/hópferðabíl en svo er ekki. Við förum á bílum og erum einmitt að leita að sjálfboðaliðum til að keyra með okkur.
Ég vil líka minna á að skila inn þessum miðum til okkar, ef að barn skilar ekki inn miðanum er litið á að það komi ekki með og ekki er gert ráð fyrir þeim, heldur gerum við ráðstafanir til að börnin geti verið í leikskólanum.
Með listakveðju,
Elsa María.