Morgunkaffi með foreldrum
Góðan dag kæru foreldrar.
Á föstudaginn kemur er í boðið foreldrakaffi. Hugmyndin er sú að foreldrar komi inn með barninu sínu þennan morgun, fái sér kaffi-, te- eða vatnssopa í skotinu og kannski labbi hring með barninu sínu og skoði það sem barnið hefur áhuga að að sýna ykkur og svo heldur dagurinn bara áfram.
Hlökkum til að taka á móti ykkur, með sól í hjarta.