VALMYND ×

Opnum 27. apríl

Nú lítur út fyrir að hertum aðgerðum verði aflétt frá og með 27. apríl næstkomandi. Leikskólinn mun því opna þann dag á hefðbundnum tíma. Þó með takmörkunum eins og þær voru fyrir páska. Þ.e. foreldrar koma aldrei alveg inn í leikskólann, bara í forstofuna og börnin eru helst í útiveru þegar þau eru sótt. Foreldrar láta vita, hvernær barnið er sótt, svo það sé tilbúið. Einnig reynum við eins og kostur er að skipta nemendum í tvo hópa. En vegna smæðar leikskólans, er ekki talin ástæða til að tvískipta alveg leikskólanum og starfsmönnum hans. 

Ég mun svo upplýsa ykkur þegar ég veit meira um afléttingu frá 4. maí næstkomandi. 

En það verður frábært að fá aftur líf í húsið, viðbúið að það verði mikil gleði hjá börnunum að hitta aftur vini sína :-) 

 

Með bestu kveðju, Sonja Dröfn