VALMYND ×

Skóladagatal 2019-20

Skóladagatal Heilsuleikskólans Laufás 2019-2020
Skóladagatal Heilsuleikskólans Laufás 2019-2020

Skóladagatal fyrir næsta skólaár hefur verið samþykkt í foreldraráði og fræðslunefnd. Dagatalið tekur gildi 12. ágúst eftir sumarleyfi. Dagatalið má finna undir "um leikskólann" í tengli hér fyrir ofan.

Í reglum um leikskólaþjónustu segir: Leikskólar eru lokaðir sex daga á ári vegna skipulagsdaga. Þrír þeirra skulu vera á sama tíma og starfsdagar starfsfólks eða frídagar nemenda í grunnskólum. Hinir þrír geta verið ýmist hálfir dagar eða heilir. Leikskólagjöld lækka ekki vegna þessa. Börn sem dvelja í leikskólum Reykjavíkurborgar taka að lágmarki tuttugu virka daga í sumarleyfi. Leikskólastjóri ákveður, að höfðu samráði við starfsmenn og foreldraráð viðkomandi leikskóla, hvort leikskólinn verði opinn allt sumarið eða loki samfellt í tíu til tuttugu virka daga. Hér á Laufási hefur það tíðkast að taka allt sumarleyfið samfellt.