VALMYND ×

Tendrað á jólatrénu

Jólatréð tendrað að viðstöddum börnum á Laufási og GÞ
Jólatréð tendrað að viðstöddum börnum á Laufási og GÞ
1 af 5

Börnin á Laufási og nemendur G.Þ. töldu niður 10,9,8,7,......fyrir tendrun á stóra jólatrénu hér á Þingeyri kl. 9 í morgun í dásamlega fallegu veðri. Tunglið gerði stemmninguna mjög huggulega ásamt fallegri bleikri og appelsínugulri birtunni frá sólinni sem Stúfur og Hruðaskellir sögðu reyndar vera hitan úr Grýluhelli en henni blessuninni er víst eitthvað heitt í hamsi þessa dagana. Grýla er vonandi ekki haldin neinu jólastressi og vonandi nær hún og allir að njóta aðventunnar og samveru í skammdeginu í aðdraganda jólanna.

Allir fengu mandarínu frá jólasveinunum, sungið og gengið var í kringum tréð og Nonni spilaði undir á gítar.

Takk fyrir okkur og gleðilega aðventu