VALMYND ×

Þorrablót á Laufás 2022

Mikið fjör, dansað og dansað og allir með
Mikið fjör, dansað og dansað og allir með
1 af 2

Í dag var þorrblót að íslenskum sið haldið á Laufási og Hubert var 2 ára. Til hamingju Hubert með daginn þinn!

Börnin bjuggu til þorrakórónur og völdu sér "víkinganafn" sem var skrifað á hverja kórónu. Það var dansað, leikið og hlegið. Við skoðuðum kindagæru, skoðuðum tólgarkerti og sungum að sjálfsögðu Þorraþræl og krummavísur. Börnin veltu fyrir sér leikföngum barna í gamladaga og skoðuðu og snertu leggi og bein. Síðan var haldið í hádegismat þar sem Iwona var búin að taka til þorramat: hangikjöt, sviðasultu, blóðmör, lifrapylsu, flatkökur, harðfisk og fleira góðgæti sem tilheyrir þorranum. Allir skemmtu sér vel á þessum góða föstudegi. Góða helgi!

 

« Júlí »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31