VALMYND ×

Ung börn og snjalltæki

SAFT og Heimili og skóli dreifa þessa dagana nýjum foreldrabæklingi „Ung börn og snjalltæki“ á alla elstu nemendur leikskóla landsins, en þar er meðal annars fjallað um fyrstu kynni barna af snjalltækjum. Við erum búin að setja eintak af bæklingnum í hólfið hjá elstu nemendum og hvetja foreldra til að kynna sér efnið með börnum sínum.