VALMYND ×

Útskrift

Guðmundur, Hélie og Þór, útskrift :)
Guðmundur, Hélie og Þór, útskrift :)
1 af 4

Miðvikudaginn 29. maí sl. útskrifuðust 3 börn úr leikskólanum Laufási í dásamlegu veðri. Við óskum þeim Guðmundi, Hélie og Þór til hamingju með að hafa lokið fyrsta skólastiginu og óskum þeim bjartrar framtíðar, gæfu og gleði. Að lokinni formlegri útskrift þar sem nemendur tóku við leikskólabók sinni, viðurkenningum og útskriftargjöfum sungu leikskólabörnin lög um vorið og að sjálfsögðu var flaggað í tilefni dagsins. Börn, foreldrar, systkini og starfsfólk borðuðu að athöfn lokinni grillaða hamborgara út á lóð saman.

Eftir hádegi héldu drengirnir í óvissuferð/útskriftarferð þar sem þeir heimsóttu m.a. Melrakkasetrið í Súðavík, sundlaugina í Bolungavík og ísbúðina. Allir skemmtu sér konunglega.

 

Takk fyrir dásamlega stund

Starfsfólk Laufás