Útskrift o.fl.
Elstu drengir leikskólans voru útskrifaðir miðvikudaginn 20. maí síðastliðinn við hátíðlega athöfn. Að þessu sinni þurfti að breyta út af vananum og voru bara foreldrar drengjanna viðstaddir. Það voru 5 hressir piltar sem fengu gjafir og skirteini :-) Þeir fóru svo í langa skólaheimsókn á föstudeginum, voru alveg frá 8:10 - 12:10 með nemendum 1.-3.bekkjar. Þeir munu svo fara á sundnámskeið með Ernu og Hönnu Gerði á mánu-, miðviku-, fimmtu- og föstudag.