Byrjun skólastarfsins á Laufási
Nú er skólastarf hafið á Laufási eftir sumarleyfi. Nokkrar breytingar hafa orðið á starfsfólki skólans. Nýr matráður hefur verið ráðinn, skólastjóri er kominn aftur eftir fæðingarorlof, nýr deildarstjóri hefur störf í september ásamt því að nýr leiðbeinandi hefur störf eftir helgina. Einnig sjáum við fram á fjölgun barna sem er jákvætt og ef allt gengur eftir verða börnin 15 í vetur.
Skólastarf helst að mestu óbreytt vegna Covid- það er spritt fyrir foreldra á ganginum þegar þeir koma, höldum 2m reglunni og berum ábyrgð á eigin hegðun. Börnin þvo oftar um hendur og öll þrif á leikskólanum eru ýktari. Ef eitthvað breytist þá látum við foreldra vita.
Minni á skóladagatalið hér á heimasíðunni ásamt fleira efni, við ætlum að halda áfram að gefa út dagtölin-fyrsta dagatalið verður fyrir september.
Með von um gott samstarf - það er leikur að læra
Starfsfólk heilsuleikskólans Laufás