VALMYND ×

Eineltisdagurinn 8. nóvember

Menntamálastofnun vekur athygli á því að 8. nóvember ár hvert er helgaður baráttunni gegn einelti í samfélaginu og er dagurinn nú haldinn í sjötta sinn. Skólar, félags- og frístundamiðstöðvar, vinnustaðir og landsmenn allir eru hvattir til að hugleiða hvernig við getum stuðlað að jákvæðara samfélagi fyrir alla.

Hægt er að minna á daginn með táknrænum hætti og beina umræðunni að einelti og afleiðingum þess í samfélaginu. Vert er að rifja upp að árið 2011 undirrituðu fulltrúar stjórnvalda, sveitarfélaga, félagasamtaka og opinberra stofnana þjóðarsáttmála gegn einelti og lýstu þar með vilja sínum til að leggja þessu málefni lið.

Allt of mörgum líður illa vegna eineltis og staðreyndin er sú að einelti getur eyðilagt líf og tekið líf. Einelti er þjóðfélagsmein og það er samfélagsskylda okkar að stuðla að því að uppræta það. Einelti þrífst alls staðar þar sem það er látið afskiptalaust. Ef við verðum vör við einelti, leggjum þá okkar framlag á vogarskálarnar, grípum inn í og gerum okkar besta til að beina málinu í réttan farveg. Eitt mikilvægasta vopnið í baráttunni gegn einelti er að samþykkja ekki þöggun.

Við í Heilsuleikskólanum Laufási ætlum að ræða um einelti og að skilja eftir útundan, við ætlum leggja áherslu á vinskap og stuðla að jákvæðum samskiptum, vináttu og hjálpsemi þessa vikuna. Við erum með vinalög, vinasögur og svo horfðum við á Ávaxtakörfuna og ræddum um það sem þar fer fram.

Kær kveðja starfsfólk.